Blue planet

PL EN IS

andri2_foto_1.jpg

Andri Snær Magnason
ĺslenskt skáld, höfundur barnabókar “Sagan Af Bláa Hnettinum” or leikrits “Blái Hnötturinn”. Fœddur 14 júlí 1973 í Reykjavík. Nam íslensku við Háskóla ĺslands. Höfundur skáldsagna, ljóðabóka, leikrita, smásagna, ritgerða. Hann er einnig annar leikstjóranna heimildarkvikmyndar “Draumalandið” eftir eigin bók (2010). Bœði bókin og kvikmyndin fjalla um athafnasemi og barráttu hans á móti eyðileggingu íslenskrar náttúru. Skáldsagan “Love Star” varð metsölubók 2002 og hlaut Bókmenntaverðlaun DV sama ár. Hún var einnig tilnefnd til ĺslensku bókmenntaverðlauna og hlaut Philip K. Dick Award 2012. Bókin kom einnig út í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Ungverjalandi.

„Sagan Af Bláa Hnettinum” var first íslenskra barnabóka til að hljóta ĺslensku bókmenntaverðlaun og hefur hingað til verið þýdd yfir á 25 tungumál. Fyrir hana hlaut Andri einnig Janusz Korczak heiðursviðurkenningu árið 2000 og Vesturnorrœnu bókmenntaverðlaun 2002.

Leikritið „Blái Hnötturinn” hefur verið sýnt víða um heim, þ.á.m. á aðalsviðinu Young People’s Theatre í Toronto 2005 (sýningin fékk útnefningu til Dora Awards í flokki “uppfœrsla ársins”) og í apríl 2013 var leikritið sýnt aftur á sama sviði. Það var líka sýnt í  Þjóðleikhúsinu  á ĺslandi, borgarleikhúsum í Waasa og Lahti í Finlandi og í Luzern í Sviss. Fram hafa og farið minniháttar sviðsetningar og leiklestrar í  Cafe Theater í London, Maxim Gorki leikhúsi í Berlin og í Islamabad (Pakistan).

Andri Snœr Magnason hefur samið fjögur leikrit: „Náttúruóperan” (sviðsett 1999) „Úlfhams saga” (sýnt 2004), „Eilíf hamingja” (2007) og „Eilíf óhamingja” (2009). Hann hlaut Kairos verðlaunin 2010, en þau eru veitt af Alfred Toepfer Stiftung FVS í Hamborg. Hann býr í Reykjavík, á fjögur börn og er að ljúka við nýja barnabók.  


erling_4.jpg
 

Erling Jóhannesson
ĺslenskur leikari og leikstjóri, lauk námi í Leiklistarskóla ĺslands 1990. Einn af stofnendum og stjórnendum Hafnarfjarðarleikhússins (1994–2009) eins af áhrifamestum sjąlfstœð atvinnuleikhópum á ĺslandi. Hópur þessi starfaði náið með leikskáldum og sviðsetti yfir 60  ný íslensk leikrit sem samin voru sérstaklega fyrir hópinn.Leikhúsið átti samstarf með þekktum íslenska lekskáldum, þ.a.m Árna Ibsen, Jón Atla Jónasson og Andra Snæ Magnason. Erling tók þátt í flestum sýningum hópsins, ýmist sem leikari, leikstjóri eða framleiðandi, jafnframt því hefur hann leikið í sjónvarpsverkefnum, kvikmyndum og starfað sem leiklistarkennari. Hann leikstýrir einnig í útvarpsleikhúsinu hjá RÚV og árið 2012 hlaut hann Grímun íslensku leikhúsverðlaunin í flokknum „besta útvarpsleikrit“ og vinnur sem kennari í Kvikmyndaskóla Íslands. Hann sat í stjórn Leiklistarsambands ĺslands, Nordic Theatre Association og  Sjálfstæðu Leikhúsa til margra ára.

mum_sesja_10_net.jpg 

Múm
ĺslensk hljómsveit sem semur tilraunatónlist, einkennda af mjúkri söngrödd, raftœkja glitsj og margbreytni venjulegra og óvenjulegra hljóðfœra. Hljómsveitin var stofnuð 1997 af Gunnari Erni Tynes og Örvari Þóreyjarsyni Smárasyni.  Á fyrsta ári tóku þeir upp að mestu leyti efni á fyrstu plötu „Yesterday was dramatic, today is OK”. Ári seinna drógu þeir félagarnir inn í hljómsveitinna tvíburasysturnar, þœr Gyðu og Kristínu Önnu Valtýsdœtur og með þeim tóku þeir upp aðra plötu. Við upptöku vann einnig finnskur trommuleikari Samuli Kosminen, sem slóst síðan í tónleikaferð með grúppunni. 2002, eftir að diskur  „Finally we are no one” hafði verið gefinn út og fystru tónleikaheimsreisunni lauk, hœtti Gyða í hljómsveitinni og hóf nám við háskólann. Stuttu seinna í hljómsveitina kom þriðja sistirin, Ásthildur Valtýsdóttir. Hún fór að syngja með grúppunni, en  Serena Tideman hljóp í skarðið fyrir Gyðu sem sellóleikari á tónleikaferð um Evrópu. Þá voru líka þau Eiríkur Ólafsson og Hildur Guðnadóttir gengin í hljómsveitina, en þau komu fram sem gestahljóðfœraleikarar á diskum bandsins alveg frá upphafi. Sem og Ólöf Arnalds. ĺ byrjun 2006, eftir að diskurinn „Summer Make Good” kom út og eftir tónleikaferðina sagði Kristín Anna bless við hljómsveitina. Fjórði diskurinn, tekinn upp 2006, kom út i September 2007 og heitir „Go Smear the Poison Ivy”.

múm hefur einnig samið fyrir leikhús, t.d. sömdu þau tónlist  fyrir tvö útvarpsleikrit, sem þau fengu Norrœn útvarpsleikhúsverðlaun fyrir árið 2005. Sama ár var hljómsveitinni boðið til að koma fram á Holland Festival í Amsterdam, þar sem þau sömdu tónlist fyrir eina af aðalsýningum hátíðarinnar í samvinnu við National Dutch Chamber Orchestra. Verkið var byggt á arfleið framúrstefnutónskálds gríska Iannis Xenakis. ĺ Japan unnu múm með poppstjörnum Aco og Tomoyo og sömdu lög á þeirra diska. ĺ ágúst 2009 gaf hljómsveitin út fimmtu skífu er heitir „Sing Along to Songs You Don't Know” og svo fóru þau í hljómleikaför sem byrjaði í Evrópu. Síðan héldu þau áfram til Rússlands, Japan, Bandaríkjanna og Mexikó. Ferðin stóð yfir í nœstum heilt ár og endaði með stórtónleikum í Kraká þar sem hljómsveitarmeðlimir buðu vini sína og frœndur (Mugison, Sin Fang, Amiina, Jóhann Jóhannsson, fyrrverandi múm-meðlim Gyðu Valtýsdóttur o.fl.). Þau tróðu upp saman og þar að auki með pólska útvarpskórnum og Sinfonietta Cracovia. Hustið 2012 var frumsýnd kvikmynd „Jack & Diane” sem múm samdi tónlist fyrir. Þar er meðal annars lag sem þau tóku upp með Kylie Minogue. Hljómsveitin var að gefa út sjötta stúdíóalbúmið „Smilewound”, sem var kynnt á hljómleikaferð, en hljómsveitin kom einnig við í Póllandi: í Poznań, Wrocław og Varsjá.
 

 

PPP_9148N.jpg

Iza Toroniewicz
Pólskur leikmyndar- og búningahönnuður. Hún stundaði leikmyndarnám við Listaakademíuna í Varsjá. 1997 hannaði hún sviðsmyndina við „Dziady albo młodzi czarodzieje” leikgerð sett saman af verkum pólska skálds, A. Mickiewicz, í leikstjórn Adam Sroka. Verkið var sýnt í  Teatr Jana Kochanowskiego í Opole. Hún fékk verðlaun fyrir leikmyndina á leiklistarhátíð í Opole og sérstaka viðurkenningu frá Menningar- og listamálaráðherra fyrir „bestu sviðsetningu á pólsku rómantísku verki”. Iza Toroniewicz hefur síðan hannað á annað hundrað leikmynda, þar af fjölda fyrir brúðuluikhús um allt land, þ.a.m. Teatr Studio, Capitol og Lalka í Varsjá, Teatr Polski og Teatr Współczesny í Stettin, Teatr Arlekin í Lodz, Teatr  Słowackiego og Teatr Bagatela í Kraká, Teatr Wybrzeże í Gdansk, Teatr Polski í Wroclaw, Teatr Polski í Bydgoszcz. Hún hefur  unnið m.a. með leikstjórum Bartlomiej Wyszomirski, Adam Orzechowski, Romuald Wicza-Pokojski, Czesław Sienko. Árið 2004 leikmyndin sem hún hannaði fyrir uppfærslu á „Dangerous Liasons” eftir Ch. Hampton (Teatr Polski í Bielsko-Biala, í leikstjórn B. Wyszomirski) hlaut heiðursverðlaun  Leiklistarmannasambans Póllands í Bielsko og útnefningu fyrir “Gullgímu”.