Blue planet

PL EN IS
  • um verkefnið
  • listamenn
  • blogg
  • fréttir

ĺslandsferð með „Bláa hnettinum”

Daganna frá 16 til 22 september fórum við til ĺslands með sýningu á „Bláa hnettinum”, sem var sett upp sem partur af „Blue Planet” verkefinu, en það var samfjármagnað gegnum styrkjarkerfi EES.  Til ĺslands fóru leikarar, tæknimenn og aðstandendur. Fyrst lékum við í Tjarnarbíó í Reykjavík, en húsið er rekið af  Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa, sem er einn af aðilum er standa fyrir þessu verkefni. Á meðal áhorfanda voru m.a. pólski sendiherra á ĺslandi Lech Mastalerz ásamt frúnni, Vigdís Jakobsdóttir, meðlimur yfirstjórnar ASSITEJ (Alþjóðlegu samtaka um leikhús fyrir börn og ungt fólk),  höfundur leikritsins Andri Snær Magnason ásamt fjölskyldu, leikstjórinn Erling Jóhannesson, tónlistarmenn úr múm, þeir Gunnar Örn Tynes og Örvar Þóreyjarson Smárason og fréttamenn úr Iceland News Polska, vefsíðu pólsks minnhluta á ĺslandi. Því næst lögðum við á stað til Akureyrar, sem er falleg borg fyrir norðan.  Þar lékum við tvisvar í Samkomuhúsinu, leikhúsbyggingu sem byggð hafði verið árið 1906 or er í umsjá Leikfélags Akureyrar. ĺ bakaleiðinni náðum við að skoða Mývatn og nágrenni.

Myndasafn