Blue planet

PL EN IS
  • um verkefnið
  • listamenn
  • blogg
  • fréttir

Viðtal við Erling Jóhannesson, leikstjóra sýningar á “Bláa hnettinum”

Um mikilvægi álfa, endurvinnslu skálka og íslenskt barnaleikhús við Erling Jóhannesson leikstjórann „Bláa hnattar”, spjalla aðstoðarmenn hans Zofia Smolarska og Tomasz Kaczorowski

erling_7.jpg 

Zofia Smolarska: Byrjum á uppáhaldsspurningunni þinni: „Sækir þú innblástur í íslensku náttúruna?”

Erling Jóhannesson: Ekki held ég það, en sú spurning er mjög algeng á ĺslandi, þannig að það er ekki úr vegi að íhuga hvernig áhrif hefur náttúran  á verk okkar.  ĺslensk náttúra er falleg, en hefur orðið að söluvöru. Einu sinni spurðir þú mig af hverju leikur náttúran svo mikinn þátt í íslenskum tónlistarmyndböndum. ĺ sjónlistum og tónlist er þetta miklu augljósara, en leikhús tilheyrir fyrst og fremst borgaralegu rými og snýst því um allt aðra hluti, sjaldan er það náttúra. 

ZS: Sem sagt Andri Snær var fyrstur til að taka upp umhverfisvernd í leikhúsi?

EJ: „Sagan af Bláa hnettinum” var skrifuð til að mótmæla ofnýtingu á náttúruauðæfum þegar stjórnmáladeilan um þetta á ĺslandi stóð sem hæst. Frumkvæði áttu aðgerðasinnar sem vildu koma í veg fyrir virkjun á Kárahnjúkum en það eru margir listamenn, rithöfundar og tónlistarmenn á meðal þeirra. En það er allt annað að nota náttúruna sem innblástur en að karpa um hagnýtingu hennar. 

ZS: Já, við áttum við einmitt þessa menningarlegu merkingu náttúrunnar. Þegar við vorum að byrja að vinna við sýninguna sagðir þú okkur að fólk á ĺslandi trúði ennþá á huldufólk: álfa og tröll… 

EJ: Ég var að tala um arfleið – þetta hefur alltaf verið með okkur, eins og sögur forfeðra vorra.  Á ĺslandi búa fáir menn á tiltölulega stóru svæði. Við eurm aðeins 300 þúsund og 2/3 fólks búa í Reykjavík en hin eru á dreifingu um allt land þar sem tenglsin við náttúruna eru mjög náin.  Fyrrverandi forsætisráðherra okkar, Steingrímur Hermansson, spurður hvort fólkið á ĺslandi trúði á álfa, svaraði hárrétt: „Amma mín sagði mér sögur af álfum og ég mundi aldrei segja að hún hafði verið lygari“.  Það sama gerðist í fornum þjóðfélögum. Þessar líknasögur þjónuðu þeim tilgangi að halda uppi sambandi við náttúruna. Ef þú gefur hlutum eða  fyrirbærum mennskt andlit, verðurðu að líta á þær sem slíkar. 

ZS: En ef þið eigið svo flottar sögur sem leggja áherslu á smaband við náttúruna af hverju eyðileggið þið þá hana svo mikið?

EJ: Svona er þetta alls staðar í heiminum. Við erum gráðug, viljum alltaf meira og meira. 

ZS: Kannski er það þannig að Andri í bók sinni um umhverfisvernd vísvitandi sneri sér aftur að  þeirri hefð sem er i íslenskum fólksögum. Til að koma af stað nýju sambandi við náttúruna?

Tomasz Kaczorowski: Hefur hann kannski vikið sér að íslensku fornbókmenntunum, sögum eða „Eddum”? Það er viss svipur í frásagnarstíl.

EJ: Ef á ĺslandi nota ég orðin „að segja sögu” þá vita allir hvað ég á við. Sögur sem við höfum haft frá landnámsöld eru sprottin af frásögnum sem landnámsmenn sögðu sér til dægrastyttingar, eftir heyvinnu eða til að fjörga skammdegið. En ég held líka að þegar við erum að undirbúa sýningu fyrir börn verðum við hreint og beint að segja sögu, þau þurfa þess. 

ZS: Þú sagðir okkur frá íslenskum ævintýrum fullum af hræðilegum persónum, eins og mæður sem éta eigin börn, aftur á móti í lok „Bláa hnattarins” leyfa krakkarnir Glaumi að slást í hóp með þeim. Kom leikrit þar sem engum er fórnað né refsað með dauðadóm íslenskum krökkum ekki dálítið á óvart?

EJ: Það er ekkert rangt við það að gefa krökkum von sem felst í fyrigefningu, en ég skil hvað þú átt við og er sífellt að glíma við það.

ZS: En er þetta ekki einskonar umhverfisverndarkænska höfundar? Er ekki betra – í staðinn fyrir að afsala sér því sem hefur yfirleitt neikvæð áhrif eða því sem við þurfum ekki lengur á að halda – að reyna að gera eitthvað sem er gott. Þetta er sem sé svona bókmenntarleg endurvinnsla. 

EJ: Ef við horfum á málið út frá vistfræðinni þá er alveg fullt af neikvæðum hlutum í náttúrunni, sem við þurfum á að halda, því þeir skapa hreyfilögmál vistkerfis. Alveg eins og í samfélagi – eftir mjög erfiða reynslu verðum við að finna leið til að fara áfram. Eins og hér í Gdansk 1970. Fólk var skotið á torgi fyrir framan skipasmiðastöðina – og eigum við núna að drepa þá sem bera ábyrgð á því? Þá sem skutu eða þá sem skipu hinum að skjóta? En hættum við þá einhvern tímann að drepa? Við verðum að stoppa þessa hefndargöngu, en það bara reynist ekki auðvelt – fólk missti sína nánustu. Hvernig á að segja börnum frá því? Og hér hjálpar okkur frásögn og barn getur meðtekið svo mikið sem aldur þess og reynsla leyfa. 

ZS: Þegar við vorum að byrja að vinna töluðum við mikið um umhverfisvernd, þú sýndir okkur kvikmyndir, við töluðum mikið saman um veðurfarsbreytingar. Hver var tilgangur?

EJ: Þrátt fyrir það að leikritið hafði verið skrifað sem svörun við atburðir sem áttu sér stað á ĺslandi, vandamálið er hnattrænt. Orkuvinnsla hefur áhrif á allan heim.

ZS: Var það mikilvægt fyrir þig að fá leikaranna til vita af þessu?

EJ: Mjög, það er engin önnur leið. Leikarinn er að öllum líkindum mikilvægasti partur sviðsverks, þannig að hann verður að samskapa verkið og bæta við það sínar hugmyndir. Það þýðir náttúrulega ekki að hann verður að vera sammála mér eða því sem hann sá í kvikmyndinni – þróun fylgir líka því að tjá sínar skoðanir, streitast á móti leikstjóranum og spyrja.  

ZS: Á annann bóginn gefur þú leikurunum vitneskju og skilning og á hinn heimtar að þegar þau fara út á gólf verði þau eins og tabula rasa. Er þetta ekki dálítið þverstætt?

EJ: Þegar þú ferð út á gólf þá auðvitað tekuðru með þér allan farangur – íhuganir, bókvísi, samræður og fyrri æfingar – en þetta eru bara tól til að skapa “hér og nú”. Allt fellst í því að hlusta á samleikendur, opna sig og bregðast gjafmildlega við því sem aðrir bjóða.  Þetta er mjög algengt í leikhúsi á ĺslandi: þú mátt eiga sínar eigin íhuganir, mátt vinna í rullunni heima, en mátt ekki fara út á gólf með eigin áform um atburðarásina og stilla hinum leikurunum eins og þér þóknist. Að vera tabula rasa á einnig við mig – ég verð að rífa mig frá íslensku samhengi og finna nýtt hús fyrir þessa sögu. Ef ég setti upp þetta leikrit á ĺslandi þá mundi það sennilega vera allt önnur sýning.

ZS: Engir kranar eins og í skipasmiðju?

EJ: Sennilega engir. En ég er allan tímann að leita að einhverju pólsku samhengi fyrir sýninguna.

ZS: Stundum þegar ég er að segja þér frá Póllandi segir þú að eitthvað er skrítið, en í góðri merkingu, að þér finnst það athyglisvert. Ég hef líka tekið eftir því að þú notar oft orðið „skrýtið” á æfingum. Stundum er þetta jákvætt, til dæmis þegar þú segir: „Ég vil heldur skrýtnar lausnir heldur en augljósar”, en stundum…

TK: …eitthvað er of skrýtið.

EJ: Á íslensku segi ég oft að eitthvað er sérstakt. Það getur haft mjög jákvæða merkingu.  Allt í Póllandi er mér framandi og þess vegna er það athyglisvert. Á ĺslandi hugsum við oftast um Pólverja sem vinnuafl. Þetta er stærsti innflytjandahópur á ĺslandi…

TK: …og stærsti minnihlutahópur. ĺ Póllandi hugsum við um okkur sjálf sem íbúa lands á útjaðri Evrópu. Hugsið þið svipað?

EJ: Þetta er landafræðileg staðreynd – við erum lengst útí hafi. 

ZS: Þú sagðir að þið ferðuðust mikið, ungt fólk lærir oft í útlöndum og kemur svo heim. Eru þessi samskipti við Vestur Evrópu og Ameríku mjög áhrifamikil?

EJ: Kynslóðin mín og sú yngri að miklu leyti hafa upplifað útlandaævintýri, þó ekki væri nema stutt – í Evrópu, Bandaríkjunum, þannig að okkur finnst við ekki vera eitthvað seinkuð. ĺslenskt leikhús er samangróið evrópskri leiklistarhefð, listamenn hafa of lært í Vestur Evrópu. 

ZS: Þú minntist á ferðalag með hóp lekilistarnemenda til austantjaldslanda. Hvar nákvœmlega voruð þið?

EJ: ĺ Austur-Þýskalandi og í Prag. Það var sumarið ’89, rétt áður en múrinn hrundi. 

ZS: Ég spyr vegna þess að í „Bláa hnettinum” eitt af lykilatriðum er þegar Brimir og Hulda villast á dökku hlið hnattar. Og ég var dálítið forvitin hvort þú hefur kannski sjálfur upplifað svona ferðalag. Var austantjaldsreisan ykkar kannski þess konar ævintýri?

EJ: Hingað til hef ég hugsað þannig um Afríku því að þaðan fáum við hráefni til að fullnægja neyslugræðgi okkar. En það er náttúrulega hægt að sjá þetta í mörgum ljósum – þú getur farið úr ljósri yfir í dökku hliðina í sömu borg eða jafnvel í sama hverfi. Frá sögulegu sjónarmiði hafa Pólland og ĺsland forðum tilheyrt dökku hliðinni hnattarins. En í dag þessi tvískipting tengist aðgerðum stóru fyrirtækjanna. Og það eru þessi fyrirtæki sem stýra stjórnmálamönnum til að fá aðgang að hráefnum.

ZS: ĺ kvikmyndinni „Draumalandið” sem gerð var eftir samnefndri bók Andra sáum við að íslenskir stjórnmálaflokkar taka gjarnan þátt í aðgerðum risafyrirtækjanna. Geta þeir ekki andmælt þeim?

EJ: ĺ öllum löndum, sennilega líka í Póllandi, bak við stjórnmálaflokka standa öfl sem nota pening til að hafa áhrif á skoðanir þeirra. ĺ „Draumalandi” fyrrverandi lobbíisti, sem síðan skrifaði bók þar sem hann afhjúpar hvernig kerfið virkar, segir að hann kom í þorp á austurströnd landsins til að rökstyðja ráðagerðir, sem risafyrirtæki ætla sér að framkvæma.

Þetta er mjög einfalt, og er kennt í háskólum. Þetta er sama samtal og fer fram milli Gleði-Glaums og barnanna. Einfaldast er að hræða, vekja ótta í fólki svo það fari að vera hrætt hvort þau hafi nóg að borða á morgunn.

ZS: Er „Blái hnöttur” fyrsta barnasýningin sem þú vinnur við?

EJ: Nei, ég hef áður sett upp tvö íslensk leikrit um krakka sem búa í sveit. Höfundar þessa leikrita tilheyrðu fyrstu kynslóði sem fluttist í borgina. Kannski þess vegna voru þessi leikrit rómantísk í anda, sögðu frá fallegu lífi í sveitinni, frá fyrstu ást. 

ZS: Og lékuð þið fyrir skólahópa?

EJ: Nei, fyrir einstaklinga. Á ĺslandi höfum við engin leikhús einungis fyrir börn, Svona leikhús sem skólar gætu sótt, eins og hjá ykkur. Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið sýna eitt barnaleikrit á ári.  Þetta er slæmt vegna þess að skólar ættu að hafa greiðan aðgang að menningu. Sérstaklega ef foreldrar geta ekki séð til þess. Þegar ég var ungur fórum við í leikhús tvisvar á ári. En það er ekki lengur hægt út af ákvörðunum sem menntamálaráðherra hefur tekið. Stundum foreldranefndir eru mjög framtaksamar og skipuleggja leikhúsferðir um helgar á eigin spýtum. 

ZS: ĺ Póllandi stundum er verið að safna pening frá foreldrum svo börnin geti farið saman í leikhús…

EJ: Á ĺslandi mega skólar ekki heimta af foreldrum neinar aukagreiðslur. Og það veldur því að leikhústilboð fyrir börn er frekar snautt. 

ZS: Er þá afleiðingin sú að almennur áhugi á leikhúsi á meðal fullorðna dafnar?

EJ: Fram til þessa hafa margir ĺslendingar sótt leikhús og sú tómstundaiðja einkennir ekki bara menntaða eða efnaða aðila. Það búa 300 þúsund manns á ĺslandi og það seljast jafn margir leikhúsmiðar. En þjóðfélagið breytist og ég er smeykur um afleiðingar ef að ástandið barnaleikhúss á ĺslandi breytist ekki.  Nýbúatala eykst til dæmis mjög, en þeir fara sjaldan með krökkum í leikhús út af menningar- og tungumálaástæðum. Auk þess fábreytni sýninga sem leikhús hafa í boði svarar ekki almennri eftirspurn og brýnustu þörf á leikritum um hverdagsleg vandamál ungs fólks. Listamenn hafa ekki útfært neina sérstaka stefnu og það vantar samfellda hugsun um þessa listgrein, nánast engar tilraunir með formið. Hingað til hefur áhugamannaleikhús verið mjög vinsæl tómstundaiðja. Einu sinni á ári kom fólk saman í hverri sveit til að setja upp leikrit. Aðallega voru þetta rómantísk stykki eða þá gömul dönsk leikrit þýdd yfir á íslensku af prestum. En það hefur dregist saman á síðustu árum. ĺ dag  lætur fólk tímann líða á allt annan hátt.